Fréttir frá umdæmisstjóra
  • Rotary_bond_gg_10

10.1.2011

Fræðslumót (PETS) 12. mars 2011 – undirbúningur á fullu

Ég vil enn og aftur minna á að fræðslumótið (PETS - President Elect Training Seminar) fyrir viðtakandi klúbbforseta sem haldið verður í Menntaskólanum í Kópavogi laugardaginn 12. mars n.k. Sú hefð hefur skapast að boða verðandi ritara einnig á námskeiðið. Fundarboð og dagskrá verður send út innan tíðar.

Per HylanderSérstakur gestur PETS verður Per Hylander frá Danmörku, fræðslufulltrúi á svæði 16 en Ísland tilheyrir því svæði í heildarskipulagi Rótarýhreyfingarinnar. Per mun fjalla um nýju þjónustuleiðina, ungmennaþjónustu sem samþykkt var af RI á löggjafarþinginu sl. vor.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning