Fréttir frá umdæmisstjóra

26.2.2010

Löggjafarþing RI

Löggjafarþing RI, oft nefnt COL verður haldið í aprílmánuði. Fulltrúi umdæmisins er Guðmundur Björnsson, fyrrverandi umdæmisstjóri. Á Löggjafarþinginu er farið yfir lög hreyfingarinnar og er þingið æðsta vald RI hvað breytingar á lögum varðar.

Ein af þeim tillögum sem liggja fyrir þinginu er að forsenda þess að umdæmi geti starfað er að klúbbar innan þess skuli vera 33 og félagar 1200. Áður var markið 30 klúbbar og 1000 félagar og höfum við nýlega náð 30 klúbba markinu. Rökin fyrir tillögunni eru að þessi breyting muni leiða til minni kostnaðar hjá Rotary International. Fulltrúi okkar á þinginu hefur mótmælt þessari breytingartillögu með með sterkum rökum og meðal annars bent á að þessi breyting gæti jafnvel í nokkrum tilfellum leitt til aukins kostnaðar. Hann kom þessum rökum á framfæri á undirbúningsfundi fyrir Löggjafarþingið sem haldinn var síðastliðið haust fyrir svæði 15 og 16. Rkl Keflavíkur samþykkti síðan á fundi fyrir nokkru ályktun þar sem fyrirhuguðum breytingum var mótmælt og rök færð fyrir því. Nú hafa 28 klúbbar í umdæminu samþykkt samhljóða ályktun. Fresturinn til að koma þessum ályktunum á framfæri rann út 22. febrúar og voru ályktanirnar sendar fyrir þau tímamörk. Rétt er að það komi fram að Rkl Helsinki-West í Finnlandi tók undir þessi rök okkar og sendi einnig ályktun þar af lútandi til undirbúningsnefndar Löggjafarþingsins.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning