Fréttir frá umdæmisstjóra

11.3.2015

Söfnunin; Vörpum ljósi á Landspítalanum og Rótarý

Söfnuninni lýkur 15. mars

Rótarý á Íslandi hefur borist beiðni um styrk frá Tómasi Guðbjartssyni, brjóstholsskurðlækni og prófessor.
Á skurðstofuna hjá honum á Landspítala Háskólasjúkrahúsi vantar tilfinnanlega höfuðljós og ljósgjafa til að lýsa upp aðgerðarsvæði í aðgerðum.

Fyrir tæpum mánuði var eftirfarandi sent til forseta allra klúbba:

Vörpum ljósi á Rótarý eru einkunnarorð okkar á þessu starfsári.
Rótarý á Íslandi hefur borist beiðni um styrk frá Tómasi Guðbjartssyni, brjóstholsskurðlækni og prófessor.
Á skurðstofuna hjá honum á Landspítala Háskólasjúkrahúsi vantar tilfinnanlega höfuðljós og ljósgjafa til að lýsa upp aðgerðarsvæði í aðgerðum. Tækin sem eru í notkun eru orðin býsna lúin og löngu kominn tími til að skipta þeim út. Þessi tækjabúnaður er notaður  í flestum tegundum aðgerða, bæði hjá börnum og fullorðnum og í öllum hjarta- og lungnaaðgerðum. Kostnaðurinn er í kringum 2 milljónir í heildina.
Þetta er tilvalið tækifæri til að „lýsa upp Rótarý“.

Við förum þess á leit við alla Rótarýfélaga að gefa 2.000 kr. til söfnunarinnar. Allt skiptir máli og etv. eru félagar sem eru tilbúnir að leggja meira af mörkum. Söfnunin hefst við dagsetningu bréfs þessa og lýkur 15. mars. Þá tekur við pöntun tækjanna og reiknað er með að afhenda þau um mánaðarmótin maí/júní.
Vonast er til að allir Rótarýfélagar taki þátt í söfnuninni og þess verður vel gætt að það komi fram í fjölmiðlum þegar þar að kemur.
Forsetar eða þeir sem falið hefur verið verkið í hverjum klúbbi koma heildarupphæð frá klúbbi til umdæmisins.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning