Fréttir frá umdæmisstjóra

21.10.2010

Guðmundur fulltrúi okkar á löggjafarþingi

Löggjafarþing Rótarýhreyfingarinnar kemur saman á þriggja ára fresti til að endurskoða lög hreyfingarinnar. Hvert umdæmi á einn fulltrúa í löggjafarráðinu og var Guðmundur Björnsson Rkl. Keflavíkur og fv. umdæmisstjóri fulltrúi íslenska umdæmisins á þinginu í vor.

Í framhaldi af bréfi til forseta klúbbanna frá 15. september sl. var samþykkt sú tillaga umdæmisins á umdæmisþinginu að Guðmundur Björnsson yrði áfram fulltrúi okkar umdæmis á næsta löggjafarþingi 2013. Þá var Ellen Ingvadóttir Rkl. Reykjavík-Miðborg og fv. umdæmisstjóri valin sem varafulltrúi.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning