Fréttir frá umdæmisstjóra
  • Sigríður Ósk Kristjánsdóttir

10.1.2011

Glæsilegir Stórtónleikar Rótarý

Tónleikarnir, sem voru þeir 15. í röðinni, tókust í alla staði framúrskarandi vel enda var efni þeirra sett saman af kostgæfni af Jónasi Ingimundarsyni í samráði við stjórn Tónlistarsjóðsins. Frábær ung söngkona Sigríður Ósk Kristjánsdóttir, mezzo sópran söng fyrir hlé við undirleik Hrannar Þráinsdóttur á píanó og Guðna Franzson á klarinett.

Eftir hlé léku okkar dáðu tónlistarmenn Peter Maté á píanó, Guðný Guðmundsdóttir á fiðlu og Gunnar Kvaran á selló. Salurinn var fullskipaður prúðbúnum rótarýfélögum og gestum þeirra sem skemmtu sér hið besta og fögnuðu listamönnunum með dynjandi lófataki.

Ég vil fyrir hönd Rótarýumdæmisins þakka listamönnunum, sjóðsstjórninni, félögum mínum í Rkl. Borgum í Kópavogi og öllum þeim sem komu að undirbúningi og framkvæmd tónleikanna kærlega fyrir þeirra framlag.

Ljósm.: Markús Örn Antonsson.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning