Fréttir frá umdæmisstjóra
Erlendir gestir á umdæmisþingi
Fjórir erlendir gestir sóttu okkur heim á umdæmisþingið. Elias Thomas III
og kona hans Jane frá Maine USA komu sem fulltrúar alheimsforseta Rotary
International og Mikael Ahlberg og kona hans Carlotte frá umdæmi 2410 í Svíþjóð
voru fulltrúar norrænu umdæmanna. Erlendu fulltrúarnir ávörpuðu þingið við
setningu þess og fluttu okkur kærar kveðjur alheimsforseta Ray Klinginsmith og
Rótarýfélaga okkar á Norðurlöndunum.