Fréttir frá umdæmisstjóra
Rótarýdagurinn 28. febrúar 2015
Hvernig verður Rótarýdagurinn í þínum klúbbi?
Eins og fram hefur komið verður Rótarýdagurinn haldinn hjá öllum klúbbum laugardaginn 28. febrúar 2015. Undirbúningsnefndin hefur næstum lokið störfum en lokaniðurstaðan verður kynnt á umdæmisþinginu.
Í nefndinni sitja aðstoðarumdæmisstjórarnir Esther Guðmundsdóttir, Eyþór Elíasson og Knútur Óskarsson auk Guðna Gíslasonar, kynningarstjóra, og Markúsar Arnar Antonssonar, ritstjóra heimasíðunnar. Nefndin mun útbúa leiðbeininga- og hugmyndaplagg sem dreift verður á alla klúbba eftir umdæmisþingið. Á deginum tökum við höndum saman og vörpum ljósi á Rótarý.
Sjá nánar um Rótarýdaginn hér.