Fréttir frá umdæmisstjóra
  • Rótarý-barmmerki afhent

30.3.2012

Rótarý í sókn – siglum yfir 1.200 félaga markið

Lágmarksviðmið Rotary International fyrir sjálfstæðu umdæmi er 1200 manns eða 35 klúbbar. Þessi mörk hafa verið að hækka og er það eitt af því mörgu jákvæðu sem gert er til að draga úr kostnaði við yfirstjórn í Rótarýhreyfingunni.

Þegar fræðslumót umdæmisins var haldið fyrir ári síðan kom fram að fullgildir félagar voru þá 1.173. Fyrir fræðslumótið sem haldið var 17. mars sl.  var fjöldinn kominn í 1.194 en auk þess eru 49 heiðursfélagar. Rótarýklúbburinn Reykjavík Breiðholt tók svo inn þrjár nýja félaga í liðinni viku. Fjölgunin á liðnum tólf mánuðum er 24 félagar svo aðeins vantar aðra þrjá til að ná félagafjöldanum í 1.200 manns.

Við náum að sigla yfir þetta lágmark á næstu mánuðum með þeirri hægu en jöfnu fjölgun sem er í klúbbum þrjátíu sem fyrir eru. Svo gulltryggjum við glæsilega fjölgun félaga á starfsárinu þegar nýi netklúbburinn sem sniðinn er að lífstíl yngri félaga verður stofnaður. Rótarýklúbbarnir Reykjavík Árbær, Grafarvogur og Miðborg standa sameiginlega að verkefninu og valinn hefur verið leiðtogahópur fyrir klúbbinn sem hittist vikulega til að undirbúa stofnun hans. Að minnsta kosti 25 nýir félagar eiga eftir að ganga í þann klúbb. Rótarý er í sókn á Íslandi.

Tryggvi Pálsson, umdæmisstjóri, sat þennan klúbbfund og fagnaði nýju félögunum sérstaklega

Nýir félagar í Rótarýklúbbi Reykjavík-Breiðholt ásamt forseta klúbbsins og umdæmisstjóra.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning