Útgáfumál – þema aprílmánaðar
Samkvæmt starfsreglum Rótarýhreyfingarinnar eiga allir rótarýklúbbar að kaupa áskrift að a.m.k. einu rótarýblaði en 31 rótarýblað á 25 tungumálum er gefið út í heiminum í dag. Samstarf Norðurlandanna á útgáfu eins blaðs fyrir fimm lönd verkur heimsathygli, en blaðið kom fyrst út árið 1936. Rotary Norden kemur út 7 sinnum á ári í 70.000 eintökum í hvert sinn. Til þess að Rotary Norden verði sá spegill er gefi glögga mynd af fjölbreyttu starfi íslensku rótarýklúbbanna, þurfa forráðamenn þeirra, einkum forsetar og ritarar, að gera sitt besta til að koma fréttaefni með myndum til Markúsar Arnar en netfang hans er markusoa@simnet.is. Pistlar um áhugaverða viðburði og verkefni, 200 – 400 orð að lengd, henta vel til birtingar með einni eða tveimur myndum.