Nýjung í Rótarý: Rotary Global Rewards
Aðgangur að margháttuðum afsláttarkjörum
Alþjóðaforseti Rótarý K.R. Ravindran hefur hleypt af stokkunum verkefni sem felur í sér möguleika til að njóta góðs af því að vera rótarýfélagar. Það er sjónarmið hans að fyrir hið mikla og óeigingjarna starf sem rótarýfélagar um allan heim leggja fram með margvíslegum hætti og án skilyrða sé eðlilegt að þeir njóti einhverrar persónulegrar umbunar. Hann hefur í samtarfi við fyrirtæki og þjónustuaðila víðsvegar um heim komið á fót umbunarkerfi fyrir félaga rótarýhreyfingarinnar. Þetta kerfi nefnir hann Rotary Global Rewards og veitir félögum aðgang að margháttuðum afsláttarkjörum á ýmsum sviðum.
Rotary Global Rewards er persónulegt afsláttarkerfi sem stendur hverjum rótarýfélaga til boða. Til þess að geta fengið slíka afslætti verða viðkomandi rótarýfélagar að vera skráðir með eigin aðgang að rotary.org. Hér er aðgangur að einföldum leiðbeiningum um hvernig það er gert www.rotary.org/myrotary/en/document/how-create-my-rotary-account.
Hver rótarýfélagi verður svo að sækja sjálfur um viðkomandi afslætti. Hér er aðgangur með einföldum leiðbeiningum, hvort sem er á tölvu eða í snjallsíma.
www.rotary.org/myrotary/en/document/how-find-deals-rotary-global-rewards-desktop-browser.
www.rotary.org/myrotary/en/document/how-find-deals-rotary-global-rewards-mobile-browser.
Umdæmið hefur skipað sérstakan fulltrúa/ umsjónarmann með verkefninu, Hannes Guðmundsson (netfang: hannes.gudmundsson@vib.is) félaga í R.kl. Reykjavík Austurbær, til þess að fylgjst með framvindu þess og uppbyggingu og til þess að vera til reiðu fyrir rótarý félaga með upplýsingar um þessa nýjung í starfi rótarý.