Fréttir frá umdæmisstjóra

31.5.2010

Allir rótarýfélagar velkomnir á umdæmisþing!

Mjög áhugaverð dagsskrá.

Frá umdæmisþingiUmdæmisþing Rótarý verður haldið í Gerðubergi á laugardaginn. Tveir erlendi gestir koma sérstaklega til þess að flytja kveðjur alþjóðaforseta og norrænu rótarýumdæmanna og munu þeir fylgjast með störfum þingsins og spjalla við þinggesti. Þetta eru þeir Dr. Alan Lillington frá Englandi og Ove Sembsmoen frá Noregi. Skákmeistarinn og forseti Rkl. Reykjavík Breiðholt flytur ávarp, Lilja Ólafsdóttir, umdæmisstjóri Inner Wheel flytur ávarp og sr. Valgeir Ástráðsson leiðir minningu látinna rótarýfélaga.
Allt þetta tekur um klukkutíma svo enginn þarf að hafa áhyggjur af löngum ræðum. En það er miklu meira á dagskrá.

Hægt er að skrá sig og greiða með greiðslukorti á www.rotary.is Rótarýfélagar! Munið að skrá ykkur fyrst inn í félagakerfið.

Svæði þingsins er hér.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning