Fréttir frá umdæmisstjóra

1.10.2014

Umdæmisþingið – „VÖRPUM LJÓSI Á RÓTARÝ“

Í Garðabæ 10. - 11. október. Ertu búin/n að skrá þig?

Umdæmisþingið er nú haldið í Garðabæ 10. og 11. október nk. Dagskráin er afar áhugaverð og skemmtileg.

Við í Rótarýklúbbnum Görðum hvetjum alla til að skrá sig sem allra fyrst. Að þessu sinni verður einnig makadagskrá og Inner Wheel verður með sitt umdæmisþing á laugardeginum á sama stað. Umdæmisþing eru fróðleg og skemmtileg og þar gefst Rótarýfélögum tækifæri til að hitta og kynnast félögum alls staðar að á landinu.

Skráningin fer fram á heimasíðu Rótarý, rotary.is og verða félagar að skrá sig inn með notenda- og lykilorði. Ef þið hafið gleymt lykilorðinu er best að hafa samband við Margréti á skrifstofunni eða fá forseta eða ritara til að búa til nýtt lykilorð.

Í tilefni þingsins hefur verið gefið út veglegt blað. Blaðinu verður dreift á sem flesta klúbba fyrir þingið og í öll hús í Garðabæ.

Þú getur skoðað blaðið hér.

Við hlökkum til að hitta ykkur öll á þinginu.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning