Félagaþróun – gefum í!
Ljóst er að virkir rótarýfélagar, að undanskildum heiðursfélögum, eru í dag 1164 í okkar umdæmi og því liggjum við rétt við lágmarksmörkin. Í svarbréfi mínu til RI fullyrði ég að við munum ná 1200 félaga markinu fyrir 1. júlí 2012 en fjölgun í umdæminu síðustu 4 árin hefur verið 65 nýir félagar eða 6%. Margir klúbbar hafa á undangengnum mánuðum verið að taka inn nýja félaga og nú þarf ég að biðla sérstaklega til allra klúbba á þessu starfsári og því næsta um að fjölgun verði a.m.k. 2 félaga á klúbb. Þá munum við að sjálfsögðu vinna áfram að undirbúningi á fjölgun klúbba en 33 klúbba lágmarkinu munum við vart ná fyrir 1. júlí 2012 enda má túlka lögin þannig að aðeins sé nauðsynlegt að uppfylla annað hvort ákvæðið.