Fréttir frá umdæmisstjóra

22.12.2010

Jólakveðja fra umdæmisstjóra

Kæru rótarýfélagar

Nú styttist í jól og áramót og og miklar annir í gangi í þjóðfélaginu. Margir klúbbar hafa komið sér upp þeirri hefð að halda árlega jólafundi, oftast síðasti fundur fyrir jól. Hjá okkar klúbbi, Rótarýklúbbnum Borgum í Kópavogi hefur síðasti fundur fyrir jóli um langt árabil verið jólafundur þar sem félagar eiga saman góða morgunstund í kirkjunni, hlýða á boðskap jólanna og taka þátt í hátíðarsöng. Okkur félögunum finnst þessi fundur ómissandi og margir hafa orð á því að þá komist þeir fyrst í hina réttu jólastemmingu. Desember er mánuður fjölskyldunnar í  tímatali Rótarýhreyfingarinnar. Hugmyndin með mánuði fjölskyldunnar er að á þessum árstíma sé bæði rétt og eðlilegt að hugsa um og hlúa alveg sérstaklega að eigin fjölskyldu og rótarýfjölskyldunni enda koma fjölskyldur gjarnan saman á þessum tíma og eiga ánægjulegar samverustundir.

Við hjónin sendum öllum rótarýfélögum og fjölskyldum þeirra bestu jólakveðjur og óskir um gleðilegt nýtt ár.


Margrét  Friðriksdóttir umdæmisstjóri
Eyvindur Albertsson



Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning