Fréttir frá umdæmisstjóra
Umdæmisþing Rótarý framundan
Skráning er í gangi
Undirbúningur að umdæmisþingi rótarýumdæmisins á Íslandi í Borgarnesi 9. og 10. október nk. er nú á lokastigi. Allar upplýsingar um þingið, skráningu á það og dagskrá þess er að finna á heimasíðunni www.rotary.is á slóðinni:
http://www.rotary.is/rotaryumdaemi/Umdaemisthing/umdaemisthing-2015
http://www.rotary.is/rotaryumdaemi/Umdaemisthing/umdaemisthing-2015
Í tengslum við umdæmisþingið hefur Rótarýklúbbur Borgarness gefið út sérstakt blað sem heitir „Kyssti mig sól“ og verður því dreift til allra rótarýklúbba fyrir þingið.
Umdæmisþingið er ársfundur Rótarý og þar eru tekin til umræðu málefni hreyfingarinnar og áhugaverðu menningartengdu efni gerð skil. Mæting á umdæmisþingið gefur innsýn í hið fjölþætta starf Rótarý og er einnig tækifæri fyrir rótarýfélaga að kynnast öðrum rótarýfélögum. Sérstakar málstofur verða fyrir forseta, ritara og gjaldkera þar sem farið verður yfir verkefni sem tengjast upphafi starfsársins.