Fréttir frá umdæmisstjóra

3.7.2014

Ávarp fráfarandi umdæmisstjóra

Björns B. Jónssonar

Ágætir rótarýfélagar.

Sl. mánudag tók Guðbjörg Alfreðsdóttir Rkl Görðum formlega við embætti umdæmisstjóra í Rótarýumdæmi 1360. Vil ég óska henni til hamingju með árið sem er framundan og  velfarnaðar í starfi.

Um leið vil ég nota tækifærið og þakka fyrir mig og mína konu.

Það hefur verið ánægjulegt að fá að starfa fyrir Rótarýhreyfinguna. Það er margs að minnast frá árinu, en fyrst og fremst er það þakklæti til allra sem unna Rótarýhugsjóninni og leggja metnað í að gera hana enn öflugri en nokkrum  sinni fyrr.

Virkjum Rótarý til betra lífs.

Með sumarkveðju,
Björn B. Jónsson
fyrrv. umdæmisstjóri


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning