Fréttir frá umdæmisstjóra

30.3.2012

Verðlauna- og styrktarsjóður virkjaður

Á síðasta fundi umdæmisráðs 28. febrúar sl. var samþykkt tillaga Ólafs Nilssonar, formanns fjárhagsráðs og félaga í Rkl. Görðum, að umdæmið leggi sjóðnum til skuldbindingu um nægt fjármagn til þess að hann geti uppfyllt kröfu í stofnsamningi sjóðsins um lágmarkseign.

Það þýðir að frá og með næsta starfsári geta úthlutanir hafist að nýju en þær hafa legið niðri um nokkra ára skeið. Stuðningurinn sem felst í úthlutunum sjóðsins verður án efa kærkominn þeim sem hann hljóta og hann verður um leið til vegsauka og opinberrar kynningar fyrir Rótarýhreyfinguna.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning