Tveir nýir vinnuhópar
Hópnum um skipulag umdæmisþinga er falið að skoða tímasetningar, t.d. hvort umdæmisþing eigi að færast yfir á haustin. Einnig er hópnum falið að skoða uppbyggingu nefndaskipan umdæmisins og uppbyggingu umdæmisráðs. Hópnum var falið að skila fyrstu hugmyndum á fyrsta fundi umdæmisráðs á nýju ári. Hugmyndin að baki þessari vinnu er fyrst og fremst sú að við skoðum okkar innra skipulag og lítum á uppbyggingu starfsins gagnrýnum augum. Það á ekki að breyta neinu breytingana vegna og óvíst að úr vinnunni komi ósk um slíkt. Þegar lengra líður á vinnu hópsins og nær dregur umdæmisþingi verður tekin ákvörðun um hvort þessi málefni verði á dagskrá þingsins.
Vinnuhópinn skipa Sigurður Símonarsons, fyrrverandi umdæmisstjóri og fræðslustjóri umdæmisins er formaður, Margrét Friðriksdóttir, viðtakandi umdæmisstjóri og Klara Lísa Hervaldsdóttir, forseti Rkl Garða.
Vinnuhópurinn um ímyndarmál á að skoða ímyndarmál umdæmisins og samskipti við fjölmiðla. Hvernig við getum styrkt ímyndina og hvernig getum við komið okkar málum á framfæri við fjölmiðla. Þetta eru samtvinnuð mál og mjög nauðsynlegt að við finnum takt í það hvernig þau eru höndluð. Einnig er hópnum falið að skrifa leiðbeiningar (handbók) fyrir klúbbana um hvernig þeir eigi að nálgast fjölmiðla, hvernig á að útbúa fréttatilkynningu og fleira sem þessum samskiptum tilheyrir.
Vinnuhúpinn skipa Ásthildur Sturludóttir, kynningarfulltrúi umdæmisins, Rkl. Seltjarnarness, Randver Fleckenstein, forseti Rkl. Reykjavík International og Guðni Gíslason aðstoðarumdæmisstjóri, Rkl. Hafnarfjarðar