Fréttir frá umdæmisstjóra

30.4.2010

Skráning hafin á umdæmisþing 2010

Eins og áður hefur komið fram verður umdæmisþingið haldið þann 5. júní í menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Umdæmisþingið verður aðeins einn dagur að þessu sinni. Skýringin er sú að í nýju skipulagi sem við höfum tekið upp var formótið haldið samhliða forsetafræðslunni (PETS), þann 20. mars.

Frá umdæmisþingi á Akureyri 2008Dagskráin er komin á vefinn og má finna undir Umdæmisþing 2010 og þar er einnig nú skráningarsíða. Þátttakendur, sem skrá sig á þingið, skrá sig fyrst inn í félagakerfið og fara svo á skráningarsíðuna. Hægt er að ljúka skráningu með greiðslu þinggjalda á öruggri greiðslukortasíðu.

Allir rótarýfélagar eru velkomnir á umdæmisþing og þeir sem ekki geta komist á sjálft þingið geta skráði sig á hátíðarsamkomu á Grand Hóteli um kvöldið.

Síðan verður næsta umdæmisþing haldið í október 2010. Miðað er við að á þetta umdæmisþing mæti núverandi forsetar og ritarar. Þetta er lokapunktur tímabils þeirra og því eðlilegt að þeir komi til þessa þings. Þingið í haust verður síðan einn og hálfur dagur. Þangað koma þeir forsetar og ritarar sem tóku við keflinu þann 1. júli. Á þinginu í haust verða ýmis innri mál hreyfingarinnar til umræðu og þar mun núverandi umdæmisstjóri flytja sína skýrslu og bera upp reikninga starfsársins 2009 – 2010.

Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning