Fréttir frá umdæmisstjóra

27.9.2015

Heimsóknir í klúbba

Við Steinunn kona mín erum nú að heimsækja rótarýklúbba vítt og breitt um landið og það er afar ánægjulegt verkefni. Við höfum hvarvetna fengið frábærar móttökur og ég finn ekki annað en að það sé kraftur í Rótarý á Íslandi. Vitanlega eru aðstæður misjafnar og möguleikar breytilegir. Ég stefni að því að ljúka heimsóknum í nóvember og allir heimsóknardagar eru nú staðfestir. Ég verð í sambandi við forseta um nánari tilhögun eftir því sem fram vindur.
 Magnús B. Jónsson umdæmisstjóri.

Mynd frá Rótarýklúbbi Reykjavíkur.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning