Fréttir frá umdæmisstjóra
Rotary Club Central
Þinn klúbbur á www.rotary.org
Rotary Club Central er veftól sem aðgengilegt er undir Member Acess á www.rotary.org og er ætlað að hjálpa klúbbum og umdæmisstjórnendum að setja og fylgjast með markmiðum sínum. Það gefur rótarýhreyfingunni einnig betri tækifæri til að fylgjast með hvað rótarýklúbbar eru að gera um allan heim.
Með þessu nýja veftóli geta forsetar og ritarar klúbbanna og umdæmisstjórnendur fylgjst með framförum og árangri klúbba á þremur sviðum, frumkvæði í félagaþróun, þátttöku í þjónustuverkefnum og framlögum í Rótarýsjóðinn. Hægt er að sjá yfirlit yfir félagaþróun og framlög í Rótarýsjóðinn síðustu fimm ár.
Umdæmisstjórnendur geta séð yfirlit yfir allt umdæmið og borið saman klúbba. Eru forsetar og ritarar hvattir til að skrá sig inn á Member Acess (efst til hægri á www.rotary.org ) og skrá upplýsingar um sinn klúbb í Rotary Club Central svo klúbbfélagar, umdæmisstjóri og aðstoðarumdæmisstjórar geti fylgst með.