Fréttir frá umdæmisstjóra

29.3.2010

Rótarýklúbbur hélt ráðstefnu

Fimmtudaginn 25. mars var haldin í Gunnarsholti, á vegum Rkl Rangæinga, ráðstefna um virkjanamöguleika í Rangárþingi. Tilefnið var niðurstaða faghópa Rammaáætlunar, sem birt var í mars og til að fá umræðu um hvernig nýting og náttúruvernd geti farið saman.

 

Meðal fyrirlesara á ráðstefnunni voru Ólafur Örn Haraldsson, sem sýndi myndir úr lofti af orkusvæðunum, Guðmundur Ómar Friðleifsson, jarðfræðingur, en hann vann við kortlagningu jarðhita á Torfajökulsvæðinu í mörg ár sem og á Hágöngusvæðinu og í Vonarskarði, Hákon Aðalsteinsson sem ræddi vatnsaflssvæði, nýtingu og framtíðarmöguleika. Einnig ræddu Ólafur Eggertsson um orkujurtir og sjálfbæran landbúnað og Árni Hjartarson um lindir og grunnvatn í Rangárþingi. Þá fjölluðu formenn tveggja nefnda, sem unnu rammáætlunina, um niðurstöður nefndanna og færðu rök fyrir þeim. Það voru þær Þóra Ellen Þórhallsdóttir, prófessor, sem fjallaði um áhrif orkunýtingar á nátturufar og Anna G. Sverrisdóttir, ferðamálafræðingur, sem fjallaði um áhrif orkunýtingar á ferðaþjónustu. Einnig var rætt um áhrifin á byggðaþróun.

Háskólasamfélaginu í Gunnarsholti var einnig kynnt á ráðstefnunni.

Yfir 100 gestir mættu á ráðstefnuna og í lok hennar urðu líflegar umræður í formi fyrirspurna og svara. Ráðstefnan var mjög vel heppnuð og Rótarýklúbbi Rangæinga til mikils sóma.

Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning