Fréttir frá umdæmisstjóra

15.9.2012

Rótarýklúbbur Borgarness 60 ára

Halda málþing um líffæragjafir

Rótarýklúbbur Borgarness varð 60 ára í fyrsta degi umdæmisþingsins og var þeim tímamótum fagnað af þinggestum. Í tilefni af afmælinu stendur klúbburinn fyrir málþingi 3. október nk. í Menntaskólanum í Borgarnesi. Eru rótarýfélagar hvattir til að mæta.

Rótarýhreyfingin er mannúðarhreyfing. Rótarýhjólið táknar að fólk skiptist á hlutverkum. Fólk gefur af sér og aðrir taka við. Æðsta gjöfin er þegar einn gefur öðrum líf. Við líffæragjöf gefur einn öðrum líf. Líffæraþeginn þiggur líf og þannig er lífi einstaklings viðhaldið. Rótarýhjólið getur táknað þessa hringrás lífsins – að gefa og þiggja.

Dagskrá:

Kl. 19.30 Rótarýklúbburinn býður gesti velkomna
Kl. 19.35 Velferðarráherra setur málþingið
Kl. 19.45 Sýn Landlæknisembættisins – Jón Baldursson, staðgengill landlæknis
Kl. 19.55 Að bjarga mannslífi – Fulltrúi bráðatækna
Kl. 20.00 Upplifun og reynsla líffæragjafa – 4 líffæragjafar segja frá reynslu sinni
Kl. 20.45 Sýn læknis –
Kl. 21.00 Pallborðsumræður – Siv Friðleifsdóttir og frummælendur
Kl. 21.45 Slit


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning