Fréttir frá umdæmisstjóra
Heimsóknir umdæmisstjóra í klúbba
Umdæmisstjóri hefur nú heimsótt flesta klúbba á höfuðborgarsvæðinu og klúbba í um 100 km radíus frá Reykjavík. Eftir er að heimsækja nokkra klúbba úti á landi.
Þar kemur til veikindaleyfi mitt í byrjun tímabilsins en þá var ætlunin að byrja úti á landi. Ég mun heimsækja klúbbana úti á landi á nýju ári og verða í sambandi við hvern og einn með góðum fyrirvara. Ég bið ykkur sem eru eftir velvirðingar og vona að þetta komi ekki að sök. Það er mjög gaman að hitta alla Rótarýfélaga og ég hlakka til hverrar heimsóknar.