Fréttir frá umdæmisstjóra

8.6.2011

Framlög í Rótarýsjóðinn

– enn eiga nokkrir eftir að leggja sitt af mörkum

Nú þegar komið er að lokum rótarýársins 2010-2011 vantar enn nokkuð á að allir klúbbar hafi lagt fé í Rótarýsjóðinn.

„Ég vil þakka þeim klúbbum sem þegar hafa lagt sitt af mörkum en hvetja hina til að bregðast við og hafa hraðar hendur því framlög skulu berast í síðasta lagi 24. júní, gott er að miða við 15. júní,“ segir Margrét Friðriksdóttir umdæmisstjóri. Í bréfi til forseta klúbbanna 18. maí sl. frá formanni rótarýsjóðsnefndar Ólafi Helga Kjartanssyni kom fram að Íslendingar hafa notið góðs af sjóðnum langt umfram það sem við höfum lagt til hans. Má þar nefna skóla- og friðarstyrkina.
Einfaldast er að greiða í gengum heimasíðu RI rotary.org með kreditkorti klúbbsins. Fylla þarf út eyðublað og senda um leið. Vegna gjaldeyrishafta hefur verið erfiðara að greiða í Rótarýsjóðinn í gegnum banka vegna þess að krafist er reiknings. Sjá nánar um framkvæmd greiðslna undir Rótarýsjóðurinn http://www.rotary.is/umrotary/verkefni/sjodurinn/greidslur/


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning