Fréttir frá umdæmisstjóra
Vinátta og tengsl – þema júnímánaðar
Þema júnímánaðar er vinátta og tengsl (Rotary Fellowships month). Segja má að hér liggi grunnur Rótarýhreyfingarinnar.
Paul Harris stofnandi hreyfingarinnar vildi kynnast samverkamönnum sínum í stórborginni Chicago, auka tengsl manna sem sinntu mismunandi störfum og rækta með þeim vináttu. Þó að rótarýfélagar í dag séu oft uppteknir af starfi sínu og öðrum hugðarefnum þá gildir það sama og þegar Paul Harris stofnaði hreyfinguna að það að vera í félagsskap með góðum og traustum félögum sem vilja láta gott af sér leiða veitir ánægju og lífsfyllingu í erli dagsins. Þá er Rótarýhreyfingin friðar- og mannúðarhreyfing sem er samtvinnað vináttunni.