Starfshópaskipti – Ástralía
Það er ánægjulegt að greina frá því að RI hefur samþykkt umsókn okkar um starfshópaskipti (GSE) við umdæmi 9780 í Ástralíu. Undirbúningur er hafin og fyrstu áætlanir ganga út á að hópurinn frá Ástralíu komi til okkar í október n.k. og taki m.a. þátt í umdæmisþingi. Þá er miðað við að íslenski hópurinn haldi til Ástralíu í mars 2012.
Auglýst verður eftir þátttakendum á næstu vikum og eru klúbbar hvattir til að benda á efnilega einstaklinga. Starfshópaskipti eru ætluð einstaklingum með góða menntun og a.m.k. tveggja ára starfsreynslu. Viðkomandi má ekki hafa nein tengsl inn í rótarýhreyfinguna, hvorki vera félagi eða tengjast rótarýfélaga nánum fjölskylduböndum því hugmyndin er að færa rótarýhugsjónina út til sem flestra. Fjórir einstaklingar fara og er ferðin þeim að kostnaðarlausu. Að auki fer reyndur rótarýfélagi með sem fararstjóri og tekur ferðin um 4 vikur.
Hægt er að skoða starfshópskiptastarf umdæmis 9780 hér.