Fréttir
  • Gunnlaugur Júlíusson

15.6.2012

Esjudagur Rótarý 23. júní nk. – Gengið með Gunnlaugi

Rótarýhreyfingin fagnar glæstum árangri í baráttunni gegn lömunarveiki í heiminum með Esjugöngu þar sem ofurmennið Gunnlaugur Júlíusson mun fara tíu ferðir upp Esjuna, frá bílastæðinu upp að Steini.
Rótarýfélagar bjóða öllum í tilefni af lokaátakinu að ganga með sér og Gunnlaugi eina ferð, tvær, þrjár eða tíu, allt eftir getu hvers og eins. Gunnlaugur hefur gönguna kl. 7 árdegis og leggur síðan á fjallið á um það bil 90 mínútna fresti.

Gunnlaugur Júlíusson við EsjuViðburðurinn er skiplagður í góðu samstarfi við Ferðafélag Íslands en aðstoðarfararstjórar á vegum félagsins verða göngumönnum til halds og traust og gefa góð ráð, á leiðinni og í búðum við bílastæðið og uppi við Stein. Gert er ráð fyrir því að gangan taki Gunnlaug um 15 klukkustundir.

Rótarýmenn taka vel á móti göngufólki, bjóða upp á hressinugu og taka á móti frjálsum framlögum og áheitum á Gunnlaug og aðra göngugarpa. Þannig gefst öllum kostur á að leggja Rótarýhreyfingunni lið á lokasprettinum í baráttunni gegn lömunarveikinni.

Þegar Rótarýhreyfingin hóf baráttuna lömuðust eða létust um 1000 börn á dag af völdum lömunarveikinnar sem var landlæg í 125 löndum. Nú er veikin aðeins landlæg í þremur löndum Nígeríu, Afganistan og Pakistan og hafa innan við 50 tifelli komið upp það sem af er árinu.

Göngum með Gunnlaugi á Esjuna og leggjum góðu málefni lið.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning