Fréttir frá umdæmisstjóra
  • Rótarýdagurinn

11.3.2015

Að loknum Rótarýdeginum 28. febrúar sl.

Vel heppnaður Rótarýdagur

Ég vil hér með þakka öllum klúbbum sem tóku þátt í Rótarýdeginum 28. febrúar sl.
Einnig þeim sem þegar höfðu haldið þennan dag og þeim sem gera það á næstu dögum. Allur aðdragandi dagsins og dagurinn sjálfur tókst með afbrigðum vel. Því ber að þakka ykkur, félögum í klúbbunum og undirbúningsnefndinni. Undirbúningsnefndin var skipuð 5 manns, aðstoðarumdæmisstjórunum þremur, Esther Guðmundsdóttur, Eyþóri Elíassyni og Knúti Óskarssyni, en Knútur var formaður nefndarinnar, Guðna Gíslasyni, kynningarstjóra og Markúsi Erni Antonssyni, ritstjóra heimasíðunnar.

Þau eiga hrós skilið um hvernig til tókst með undirbúning dagsins. En ekkert hefði gerst ef Rótarýklúbbarnir hefðu ekki verið svona jákvæðir og hugmyndaríkir við að kynna sig og Rótarý í tilefni dagsins.
Þið vörpuðuð öll svo sannarlega ljósi á Rótarý. Ég er ykkur innilega þakklát!

Sjá nánar á rotary.is og https://www.facebook.com/rotary.island


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning