Fréttir frá umdæmisstjóra
  • Per Hylander á PETS móti 2011 - Ljósm. Guðni Gíslason

20.3.2011

Vel heppnað fræðslumót

Fulltrúar 28 klúbba mættu á gagnlegt og vel skipulagt fræðslumót í Menntaskólanum í Kópavogi 12. mars. Tryggvi Pálsson verðandi umdæmisstjóri setti fræðslumótið og umdæmisstjóri Margrét Friðriksdóttir greindi frá stöðu helstu mála hjá umdæminu.  Sigurður Símonarsson umdæmisleiðbeinandi stýrði fræðslumótinu og var dagskráin fjölbreytt, farið var yfir hagnýtar upplýsingar um hlutverk og skyldur forseta og ritara og teknar léttar æfingar í tölvustofu á skráningu á heimasíðu.

Formenn helstu nefnda umdæmisins s.s. rótarýsjóðsnefndar, æskulýðsnefndar, starfshópaskiptanefndar og náms- og friðarstyrkjanefndar kynntu störf þeirra og þá möguleika sem í boði eru. Þá fór Guðmundur Björnsson fulltrúi á löggjafarþingi RI yfir helstu lagabreytingar frá síðasta þingi og Margrét Sigurjónsdóttir skrifstofustjóri umdæmisins ítrekaði mikilvægi þess að klúbbarnir væru í góðu samstarfi við skrifstofuna. Sérstakur gestur fræðslumótsins Per Hylander fræðslufulltrúi RI frá Danmörku, flutti gott erindi um nýju þjónustuleiðina, ungmennaþjónustu sem samþykkt var af RI á löggjafarþinginu sl. vor. Einnig ræddi Per um Stefnumótun og starfsáætlun klúbba.

PETS mót 2011 - Ljósm.: Guðni Gíslason


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning