Fréttir frá umdæmisstjóra
20.3.2011
Björn B. Jónsson umdæmisstjóri 2013-2014
Björn Bjarndal Jónsson framkvæmdastjóri Suðurlandsskóga og rótarýfélagi í Rótarýklúbbi Selfoss hefur verið valinn umdæmisstjóri fyrir starfsárið 2013-2014 og er honum óskað til hamingju með valið.
Björn er skógarverkfræðingur að mennt og gegnir starfi framkvæmdastjóra Suðurlandsskóga. Þá hefur Björn verið í formennsku Ungmennafélags Íslands um árabil. Björn er félagi í Rótarýklúbbi Selfoss og var forseti klúbbsins 2008-2009. Eiginkona Björns er Jóhanna Fríða Róbertsdóttir markaðsfræðingur og fráfarandi forseti Inner Wheel á Selfossi. Þau eiga tvo syni og þrjú barnabörn. Björn tekur sæti í umdæmisráði frá 1. júlí n.k. og er hann boðinn velkominn í þann samhenta hóp sem leiðir hreyfinguna á hverjum tíma.