Fréttir frá umdæmisstjóra

8.6.2011

Stjórnarskipti framundan

Rótarýárinu lýkur 30. júní og nýtt rótarýár hefst 1. júlí. Stjórnarskipti fara fram í klúbbunum á síðasta fundi júnímánaðar eða fyrsta fundi í júlí. Á þessum tímamótum í starfi hvers klúbbs er rétt að huga að nokkrum atriðum.

Fráfarandi stjórn þarf að yfirfara hvort árgjöld síðari hluta starfsársins hafi verið greidd til Rotary International og Rótarýhreyfingarinnar á Íslandi, er búið að leggja áætlað ársframlag í rótarýsjóðinn, hafa viðtakandi embættismenn, forseti og ritari, verið skráðir hjá RI (rotary.org) og síðast en ekki síst hefur viðtakandi stjórn fengið upplýsingar um stöðu mála í klúbbnum.  Þá á viðtakandi stjórn að hafa sent starfsáætlun næsta rótarýárs til verðandi umdæmisstjóra.

Stjórnarstörf í rótarýklúbbi krefjst árverkni og umhyggju og það hefur verið ánægjulegt að fylgjast með því öfluga starfi sem lagt hefur verið af mörkum á starfsárinu, ég vil þakka fráfarandi stjórnarmönnum þeirra góða starf og óska viðtakandi stjórnarmönnum velfarnaðar á komandi starfsári.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning