Alþjóðaforsetinn og einkunnarorð ársins
Alþjóðaforseti Rótarýhreyfingarinnar er valinn til eins árs í senn og á starfsárinu 2010-2011 er það Ray Klinginsmith frá Missouri í USA. Ray er fyrrverandi háskólaprófessor í viðskiptagreinum við Northeast Missouri State University en hann hefur verið rótarýfélagi frá 1961. Eiginkona hans er Judie en hún er fyrrverandi grunnskólakennari. Þau hjónin eru einstaklega alþýðleg og það var gaman að hitta þau á formóti verðandi umdæmisstjóra á svæði 15 og 16 í Póllandi sl. haust og aftur í San Diego í janúar sl.
Hver alheimsforseti velur einkunnarorð rótarýársins og á starfsárinu 2010-2011 eru þau Building Communities – Bridging Continents sem ég valdi að yfirfæra á íslensku sem Treystum samfélagið – Tengjum heimsálfur.