Fréttir frá umdæmisstjóra

30.4.2010

Aðeins 6 klúbbar hafa styrkt Rótarýsjóðinn

Til margra ára höfum við verið stolt yfir því hve myndarlega umdæmið okkar hefur styrkt Rótarýsjóðinn. Það er eðlilegt að dregið hafi úr framlögum vegna þeirrar efnahagsvandamála sem dunið hafa yfir þjóðina og vegna bágrar stöðu krónunnar. Ég hef hinsvegar lagt áherslu á að ALLIR klúbbar sendi framlag til sjóðsins.

Ég hef einnig sagt að vegna aðstæðna sé það skiljanlegt að upphæðir verði ekki háar. Aðalatriðið sé að taka þátt og sýna þeirri starfsemi sem fer fram á vegum Rótarýsjóðsins stuðning. Við njótum starfa sjóðsins beint í svo mörgu. Má nefna nýlega ferð GSE hópsins til Kansas, 8 ungmenni fara á okkar vegum í haust utan sem skiptinemar og síðan en ekki síst, styrkir þeir sem Friðarstyrkþegar okkar hafa notið. Ég tek hér nokkur dæmi um það sem við fáum til baka til okkar vegna starfa Rótarýsjóðsins, en læt ósagt um allt það sem sjóðurinn gerir í hjálparstarfi víða um heim.

Rétt er að það komi fram að það sem af er umdæmisárinu hafa aðeins 6 klúbbar af 30 gefið til Rótarýsjóðsins. Það eru einungis tveir mánuðir eftir af umdæmisárinu og þeir líða undra fljótt. Því er best að höndla strax.

Sjá nánar um Rótarýsjóðinn hér.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning