Stærð umdæma - nýjar tillögur
Nú bregður svo við að tillaga verður lögð fram á Löggjafarþingi RI – COL, í aprí 2010, um að viðmiðin breytist og hækki í 32 klúbba og 1200 félaga. Ef tillagan verður samþykkt þá erum við aftur komin á byrjunarreit hvað fjölda klúbba varðar. Forsendur þessara breytingar eru að með þessum breytingum muni nást fram sparnaður. Mín skoðun er sú að hæpið er að sparnaður náist fram með aðgerðum sem þessum. Ef sameina á umdæmi myndi skapast órói með ófyrirsjánlegum afleiðingum fyrir Rótarý. Ég hef reyndar enga trú á, að þótt tillagan yrði samþykkt, að það myndi hafa mikil áhrif á umdæmi 1360 og ég tel ekki að breyttum lögum yrði fylgt eftir af mikilli hörku. Hitt er að það er alltaf óþægilegt að lifa á undanþágu ! Í mínum huga á aldrei að breyta breytinganna vegna og að auki tel ég margar aðrar leiðir færar fyrir hreyfinguna til sparnaðar.