Fréttir frá umdæmisstjóra
Rótarývitundin – þema janúarmánaðar
Þema janúarmánaðar er Rótarývitundin (Rotary Awareness) en við upphaf nýs árs er oft gott að staldra við og hugsa um fyrir hvað okkar góða hreyfing stendur. Lagt er til að klúbbar noti þennan mánuð til efla fræðslu og skilning rótarýfélaga á Rótarýhreyfingunni.
Þjónusta ofar eigin hag er okkar leiðarljós í rótarýstarfinu og öllu sem við fáumst við. Gott er að meta hvernig okkur vegnaði að vinna í þessum anda á liðnu ári og hvað við getum gert enn betur á nýju ári. Höfum hugfast að þetta þurfa ekki alltaf að vera stór og mikil verkefni, jákvætt viðmót og vinarlegt klapp getur dimmu í dagsljós breytt.