Fréttir frá umdæmisstjóra

5.8.2009

Pólsk skúta

Eitt af því sem gerir starf umdæmisstjóra svo gefandi eru hinir óvæntu atburðir sem upp geta komið. Þann 3. júli var umdæmisstjóra boðið að vera við hátíðlega athöfn í Sjóminjasafninu í Reykjavík.

Athöfn þessi var til að minnast þess að 50 ár eru liðin frá því að fyrsta pólska seglskútan sigldi til Íslands. Af því tilefni var afhjúpaður minningarskjöldur um ferðina í anddyri safnsins. Til að minnast atburðarins og til að flytja skjöldinn til Íslands sigldi skólaskúta frá Póllandi til Íslands. Rótarýklúbburinn í Stettin styrkti ferðina til Íslands og þannig var aðkoma umdæmisstjóra að málinu.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning