Fréttir frá umdæmisstjóra

3.7.2015

Að loknu umdæmisári mínu

Þann 1. júlí urðu umdæmisstjóraskiptin og Magnús B. Jónsson í Rkl. Borgarness tók við keðjunni. Ég vil þakka öllum Rótarýfélögum á landinu fyrir gott samstarf og fyrir þeirra framlag til Rótarý á starfsári mínu. Árið hefur verið annasamt eins og lög gera ráð fyrir og afar skemmtilegt. Það sem stendur upp úr eru heimsóknir okkar hjónanna í alla klúbbana og nutum við vináttu og gestrisni hvarvetna sem við komum.

Ég óska umdæmisstjóra  Magnúsi B. Jónssyni og eiginkonu hans Steinunni Ingólfsdóttur innilega til hamingju og alls hins besta á komandi starfsári.

Guðbjörg Alfreðsdóttir

fráfarandi umdæmisstjóri Rótarýumdæmis 1360


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning