Fréttir frá umdæmisstjóra
66. umdæmisþing Rótarýhreyfingarinnar á Íslandi
Það kemur í hlut Rótarýklúbbsins Reykjavík Austurbær að halda 66. Umdæmisþing Rótarýumdæmisins á Íslandi. Þingið verður haldið dagana 14. og 15. október á Hótel Loftleiðum.
Forseti klúbbsins Kolbrún Baldursdóttir bauð alla rótarýfélaga og maka þeirra velkomna á þingið á fræðslumótinu og afhenti verðandi forsetum kynningarbækling um þingið til að dreifa í klúbbum sínum. Ég vil hvetja rótarýfélaga til að taka strax frá þessa daga og fjölmenna á þingið.