Fréttir frá umdæmisstjóra
  • Sigríðru Ósk Kjartansdóttir

22.12.2010

Stórtónleikar Rótarý

ertu búinn að tryggja þér miða?

Nú fer hver að verða síðastur að tryggja sér miða á Stórtónleika Rótarý sem verða í Salnum, Kópavogi, föstudaginn  7. janúar 2011 kl. 20. Miðar fást keyptir í gegnum Rótarý heimasíðuna  hér  en eftir 28. des. fara þeir í almenna sölu á miði.is.  Nú er um að gera að virkja sitt fólk og ekki fráleitt að gefa miða í jólagjöf þeim sem „allt eiga“!

Sigríðru Ósk KjartansdóttirHin glæsilega Sigríður Ósk Kristjánsdóttir, mezzo sópran ásamt Hrönn Þráinsdóttur píanóleikara gleðja okkur með verkum eftir Gluck, Mozart, Grieg og Bizet.  Guðni Franzson, klarinettuleikari, leikur með þeim í einu verki.  Fyrir hlé koma fram félagar úr Tríói Reykjavíkur;  Guðný Guðmundsdóttir, fiðluleikari, leikur verk eftir Kreizler og C.Saint Saens, Gunnar Kvaran, sellóleikari leikur verk eftir Beethoven og með þeim leikur  Peter Mate á píanó.  

Fjölmennum  þann sjöunda og fögnum saman nýju ári!


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning