Fréttir frá umdæmisstjóra

3.7.2015

Viðurkenningar til klúbba

Fjórir rótarýklúbbar fengu viðurkenningar fyrir „Presidential Citation“ eða dugnað fyrir að varpa ljósi á Rótarý á starfsárinu.

Við óskum þeim innilega til hamingju. Ég hvet allar nýju stjórnirnar til að nota þetta skjal sem vinnuskjal fyrir starfsárið og svara þegar kallið kemur frá umdæmisstjóra næsta vor. Ýmislegt í skjalinu „Presidential citation“ sem Magnús hefur afhent á etv. ekki við á Íslandi en það skiptir ekki máli því margir liðir eiga við.

Sótt var um viðurkenningu fyrir eitt verkefni en það var Rótarýklúbbur Keflavíkur sem fyllti út og sendi mér umsókn fyrir „RI Significant Achievement Award for 2014-2015“.  Ég sendi umsóknina út og fékk Rótarýklúbbur Keflavíkur viðurkenningu frá alþjóðaforseta fyrir verkefnið, sem er stuðningur við Krabbameinsfélag Suðurnesja. Við óskum þeim til hamingju með það.

Takk allir rótarýfélagar á Íslandi fyrir gott samstarf. Ég er stolt af ykkur!


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning