Fréttir frá umdæmisstjóra

29.3.2010

Mætingarkort

Eins og öllum er nú orðið kunnugt þurfa félagar í umdæmi 1360 ekki að framvísa mætingarkorti í sínum klúbbi ef þeir hafa mætt á fundi í öðrum klúbbi. Ritari þess klúbbs sem heimsóttur er skráir mætinguna á heimasíðu umdæmisins.

Hins vegar þurfa klúbbarnir að eiga mætingarkort fyrir erlenda gesti sem heimsækja klúbbana. Eitthvað hefur borið á því að vandræði hafa skapast þegar erlendir gestir mæta og biðja um mætingarkort. Ég bið hér með klúbbana um að taka tillit til þessa og sjá til þess að ritarar hafi alltaf til reiðu mætingarkort til að sinna tilfellum sem þessum.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning