Fréttir frá umdæmisstjóra

20.3.2011

Sumarbúðir í boði 2011

Athygli er vakin á lista yfir sumarbúðir, sem ætlaðar eru ungmennum á aldrinum 16 til 24 ára, en listinn er á heimasíðu rotary.is, sjá hér. Sumarbúðirnar eru skipulagðar af rótarýumdæmum og klúbbum víða um heim og standa í 2-3 vikur.  Aðeins einn þátttakandi er frá hverju landi í hverri ferð fyrir sig og því er þetta frábær leið til að kynnast ungu fólki frá ýmsum löndum Evrópu.
Í hverjum hópi eru frá 10 til 18 manns. Ungmennunum er boðið á rótarýfund þar sem það kynnir sig, afhendir Rótarýfána og tekur við rótarýfána og segir frá hvaða landi það kemur. Umsóknarfrestur er mismunandi, allt frá miðjum mars til loka maí. Hins vegar er úthlutað eftir kerfinu „fyrstur kemur, fyrstur fær“ þannig að mikilvægt er að bregðast skjótt við. Nánari upplýsingar gefur Klara Lísa í Æskulýðsnefnd umdæmisins í síma 856 5909 eða á netfanginu giskla@mi.is

Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning