Sumarbúðir í boði

Sumarbúðir í boði 2011

Þessar sumarbúðir eru ætlaðar 16-24 ára ungmennum og standa í 2-3 vikur.  

Tilboðin eru fljót að fara svo bregðast þarf skjótt við og „panta“ strax ferð áður en einhver annar gerir það!

Aðeins einn þátttakandi er frá hverju landi í hverri ferð fyrir sig og því er þetta frábær leið til að kynnast ungu fólki frá ýmsum löndum Evrópu. Í hverjum hópi eru frá 10 til 18 manns. Ungmennunum er boðið á rótarýfund þar sem það kynnir sig, afhendir Rótarýfána og tekur við rótarýfána og segir frá hvaða landi það kemur.

Hafi menn hug á að sækja um, þá geri ég það með tölvupósti til að athuga hvort laust sé í viðkomandi ferð og ef svo er, þá er aðstoðað við að ganga frá eyðublaði sem sendist til viðkomandi rótarýklúbbs.

Umsóknarfrestur er mismunandi, allt frá miðjum mars til loka maí. Hins vegar er úthlutað eftir kerfinu „fyrstur kemur, fyrstur fær“ þannig að mikilvægt er að bregðast skjótt við. Verið getur að fullskipað sé í einhverjar búðir þó umsóknarfresturinn sé ekki liðinn.

Nánari upplýsingar gefur Klara Lísa í síma 856 5909 eða á netfanginu giskla@mi.is
Nr Land Aldur Tími / kostn. Þemaefni
1 Svíþjóð 17 - 20 ára 27.07. - 06.08.         € 595 Gagnkvæm kynni ungs fólks í siglingum, útsýnisferðum og frístundaiðjum
2 Eistland 16 - 23 árs 22. júlí - 6. ág. MUSICAMP: Æfð og spiluð eistnesk þjóðlagatónlist.
3 Tyrkland 12-15 ára 17.-23. júlí  "Space Camp Turkey" $ 330
" " " 31 júlí - 6.ágúst "Space Camp Turkey" $ 330
" " " 14. -20. ágúst "Space Camp Turkey" $ 330
4 Tyrkland 15-18 ára 20.06.-03.07. Fegurð og náttúra í Istanbul
5 Tyrkland 15-16 ára 16.-31. júlí Bursa í Tyrklandi - útivistar og íþróttasumarbúðir
6 Tyrkland 18.-22. ára 10.-24. júlí Sigling og náttúra í Istanbúl
7 Tyrkland 16. - 21 árs 24. júlí - 3. ágúst “Queen of the Cities”  Istanbúl
8 Tyrkland 16.-19. ára 14.-28. ágúst        € 100 Köfun og fleira - verður að hafa köfunarréttindi
9 Tyrkland 16-20 ára 31.júlí - 14. ágúst    € 250  Tennissumarbúðir í Istanbúl
10 Belgía 17 - 19 ára 24. júli- 7. ágúst  Heimsóknir í borgir og héruð auk þátttaka í íþróttaviðburðum
11 USA 16 - 24 ára 16. júlí - 7. ágúst      $ 200 San Diego - California  Músik sumarbúðir
14 Þýskaland 18. - 25 ára 16. - 30. júlí  Kynning á menningu og markaðs og framleiðslufræðum
15 Þýskaland 15-19 ára 22. júlí - 3. ágúst         € 130 Sumarbúðir í Saxon Swiss, útivist, íþróttir, menning og skoðunarferðir um Dresden og Berlín
16 Tyrkland 18 - 26 ára 3. - 17. júlí Músiksumarbúðir í Istanbúl
17 Slóvakía 15-17 ára 2. - 16. júlí    € 200 Skemmtun og íþróttir á milli fjalla í norður - Slóvakíu
18 Slóvakía 16 - 21 árs 1. - 10. júlí    € 150 Hjólreiðasumarbúðir, þátttakendur þurfa að hafa getu í að hjóla 30 - 40 km á dag
19 Holland 18-20 ára 25.júní - 9. júlí Holland - 3 aðalborgir Amsterdam, Rotterdam og Haag skoðaðar
20 Holland 17-18 ára 25. júní - 9. júlí Ógleymanleg ferð um Holland - siglingar um vötn ofl
21 Sviss 15-19 ára 2. - 16. júlí    € 950 Bjargklifur í svissnesku ölpunum
22 Belgía 18-22 ára 1. - 10. júlí Ferðast vítt og breitt um Belgíu
23 Belgía 16-18 ára 3. - 16. júlí Skemmtiferð um Belgíu. (kostnaður er tryggingagjald 50, ef ferðatrygging er ekki fyrir hendi hjá þátttakanda)
24 Belgía 18-24 ára 15. - 26. ágúst Skemmtiferð um Belgíu. (kostnaður er tryggingagjald 50, ef ferðatrygging er ekki fyrir hendi hjá þátttakanda)
25 Belgía 17-19 ára 24. - 7. ágúst Sumarbúðir þar sem farið verður í menningar heimsóknir, sportferðir og á ferðamannaslóðir
26 Holland 16-18 ára 9. 23. júlí Holland - Vötn og fjör!
27 Holland 15- 16 ára 16. - 30. júlí  Holland - sundferðir, hjólreiðar og göngutúrar
28 Holland 16-17 ára 2. - 16. júlí Norð-austur Holland og siglt á vatninu "Usselmeer"
29 Holland 18-20 ára 2. - 16. júlí Hjólreiða - sund og skapandi sumarbúðir
30 Tyrkland 17-21 ára 17.-31. júlí Vatnasport og sigling í suður Tyrklandi
31 Svíþjóð 16-18 ára 31. júlí - 10. ágúst Siglingasumarbúðir - Náttúran skoðuð í suður Svíþjóð 
33 Austurríki 16-20 ára 4.-11. júní    € 400 og tryggingargjald € 31 Siglingasumarbúðir í Austurríki 
34 Finnland 16-20 ára 31. júlí - 13. ágúst Náttúrusumarbúðir í Finnlandi
35 Finnland 16-20 ára 3. - 17. júlí Siglingasumarbúðir í Finnlandi
36 Finnland 16-20 ára 31. júlí - 13. ágúst Körfuboltasumarbúðir í Finnlandi
37 Eistland 16-23 ára 22. júlí - 6. ágúst umsóknarfrestur 28.02.11 Menningar og músiksumarbúðir í Eistlandi
38 Finnland 16-20 ára 24. júlí - 7. ágúst Miðnætursumarbúðir í Finnlandi
39 Holland 18-19 ára 25. júní - 9. júlí Menningar - leiklista og vatnasumarbúðir
40 Ísrael 17 - 20 ára 14. - 27. júlí Spennandi sumarbúðir í Ísrael
41 Þýskaland 16-21 ára 22. ágúst - 2. september Listasumarbúðir í Hannover
42 Ungverjaland 15-17 ára 10. - 23. júlí Menningar og sportsumarbúðir
43 Ítalía 16-17 ára 26. júní  - 9. júlí    € 100 Tennis og siglingasumarbúðir
44 Ítalía 16-17 ára 26. júní  - 9. júlí    € 230 Siglinga og náttúru sumarbúðir og kynning á norður - Ítalíu
45 Ítalía 16-18 ára 3. - 16. júlí Róað á vötnum norður - Ítalíu
46 Tékkland 18-24 ára 25. júlí  - 5. ágúst   € 50, fæst endurgr við komu Alþjóðlegar kvikmyndasumarbúðir
47 Tékkland 16-18 ára 6. - 20. ágúst   € 80 fyrir leigu á hjóli Hjólreiða, göngu og skoðunarferðir - þáttt. verða að vera með gott líkamlegt úthald
48 Tyrkland 16-21 árs 6. - 20. ágúst   € 200 Köfun, klifur og siglingar
50 Tyrkland 31-24 ára 5. -19. júlí Sól, fjör og sport
51 Tyrkland 17-22 ára 27. júní - 11. júlí    € 250 Svarta hafið, norðurhluti Tyrklands skoðaður, sund ofl.
52 Holland 18-20 ára 25. júní - 9. júlí Sund og hjóla sumarbúðir
53 Holland 16-18 ára 13. ágúst - 27. ágúst Sund og hjóla sumarbúðir
54 England 17ára 15. - 29. júlí  GBP 400 Kynnist London
55 Danmörk 21-25 ára 11.-25. ágúst DKR 500 (+vasapen 1000)  Umhverfi og lýðræði (Naerum, norður af Kaupmannahöfn)
56 Danmörk 18-22 ára 13. - 27. ágúst   Ferðast um falleg svæði austur af Århus
58 Danmörk 18-24 ára 30. júlí - 13. ágúst  € 70 Menning, náttúra og strandir
59 Danmörk 17-21 árs 9. - 22. ágúst  DKR 500 Siglt með "Jensínu" um suðurhöf Danmörku
60 Danmörk 18-21 árs 23. júlí - 4. ágúst DKR 500 Fjör og sigling í miðri suður Danmörku (Aarup)
62 Kanada 18-21 árs 13.-27. júlí CAD 550 Kanó siglingar - SIOUX LOOKOUT, ONTARIO
63 Frakkland 16-18 ára 26. júní - 8. júlí Menningar og sportferð um Armorica (Brittany)
64 Búlgaría 18-21 árs 4. - 13. júlí  € 200 Sólbað, siglingar og fjallgöngur
65 Þýskaland 18-22 ára 4. - 22. ágúst Berlín - menning, sport og útsýnisferðir
66 Danmörk 17-23 ára 26. júlí - 9. ágúst € 70 Nysted - Menning - dönsk menning
67 Tyrkland 16-18 ára 18. - 31. júlí € 100 Frá norður Tyrklandi til suður Tyrklands
68 Tyrkland 16-19 ára 9. - 24. júlí  Hestamennska og sund sumarbúðir
69 Tékkland 16-18 ára 7.-21. ágúst Gönguferðir útsýnisferðir og hjólreiðatúrar
70 Ítalía 18-22 ára 23-31. júlí  € 500 Ævintýraferðir í garða og söfn
71 Tævan 18-25 ára 21. júlí - 9. ágúst USD 900 Menningarferð um Tævan
72 Egyptaland 16-25 ára 18. - 28. júlí  € 550 Hið nýja Egyptaland
73 Austurríki 15-18 ára 30. júlí - 13. ágúst   Alparnir
74 Frakkland 16-24 ára 25. júní - 6. júlí  € 300 Sigling, vinátta og friður
75 Spánn 18-21 árs 4. - 16. júlí Katalónía - list og náttúra
76 Frakkland 16-19 ára 2. - 16. júlí  € 180 Sport og ævintýraferð til Vendee
77 Tyrkland 14-18 ára 9. - 24. júlí  Menningar og söguferð við austur Miðjarðarhaf
78 Slóvenía 19-24 ára 25. júní - 9. júlí Sólarmegin í Ölpunum

 


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning