Fréttir frá umdæmisstjóra

9.2.2012

Starfshópaskiptin við Ástralíu (GSE)

Afar vel tókst til við móttöku hópsins frá Ástralíu sem dvaldi hérlendis 22. september til 24. október sl. og var viðstaddur umdæmisþingið okkar. Þau sögðu eftirá að þeim kæmi vel hversu fjölbreyttri starfsemi þau fengu að kynnast hér. Náttúran væri einnig svo ólík og sérstaklega undruðust þau snjóalögin á Ísafirði.

Ástæða er að þakka starfshópaskiptanefndinni undir forystu Birnu Bjarnadóttur og þeim fjölmörgu félögum þeirra klúbba um allt land sem gerðu sitt besta til að fræða og skemmta gestum okkar.

Skipulega hefur verið staðið að undirbúningi íslenska hópsins sem senn leggur í langferð til Ástralíu. Ólafur Helgi Kjartansson, Rótarýklúbbi Selfoss, verður fararstjóri en hópinn skipa fulltrúar Rótarýklúbba Héraðsbúa, Hafnarfjarðar, Miðborgar og Borgar í Kópavogi. Lagt verður af stað 1. mars og komið heim 1. apríl nk. Við óskum þeim góðrar ferðar og klakklausrar heimkomu.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning