Fréttir frá umdæmisstjóra

14.9.2010

Sjö rótarýskiptinemar flognir á vit ævintýra

Einn áhrifamesti þáttur alþjóðaþjónustu Rótarýhreyfingarinnar eru nemendaskipti sem standa til boða börnum rótarýfélaga jafnt sem öðrum. Skiptinemar þurfa að vera á aldrinum 16-18 ára og dveljast þeir eitt skólaár í gestgjafalandinu á heimilum rótarýmannna eða á öðrum heimilum sem rótarýmenn velja. Ætlast er til að skiptin séu gagnkvæm þannig að þeir klúbbar sem senda nemendur utan taki á móti nemum í staðinn.

Sjö íslensk ungmenni fóru utan sem skiptinemar í ágústmánuði en það eru Elínóra Guðmundsdóttir til Ekvador, Eyrún Engilbertsdóttir til Mexico, Herdís Helga Helgadóttir til USA, Júlíus Geir Gíslason til Þýskalands, Kristófer Björn Ólason Proppé til Brasilíu, Linda Guðmundsdóttir til Brasilíu og Þorgerður Edda Jónsdóttir til USA.
Þá eru sjö skiptinemar komnir eða væntanlegir til Íslands en það eru Abbigail Rose Chang Seasly frá USA sem dvelur hjá Rkl. Reykjavík-miðborg, Julia Noak frá Þýskalandi hjá Rkl. Reykjavík Grafarvogur, Kylie Goodrich Button frá USA hjá Rkl. Reykjavíkur, Juan Pablo frá Mexico hjá Rkl. Hafnarfjarðar, Diogo Silva Inamura frá Brasilíu hjá Rkl. Görðum, Raisa Palacios frá Ekvador hjá Rkl. Seltjarnarness og Caio Augusto Duarte Montibeller frá Brasilíu hjá Rkl. Ísafjarðar.
Á heimsvísu fara yfir 8.000 ungmenni sem skiptinemar á vegum Rótarýhreyfingarinnar árlega og áætlað er að um 700 íslensk ungmenni hafi farið á vegum umdæmisins á erlenda grund allt frá því að umdæmið hóf að taka þátt í nemendaskiptum 1977.
Umsóknarfrestur um nemendaskipti er til 1. desember ár hvert.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning