Fréttir frá umdæmisstjóra
Rótarýklúbbur Reykjavíkur 75 ára
Rótarýklúbbur Reykjavíkur var stofnaður 13. september 1934
og voru stofnfélagar um 20. Í dag er klúbburinn stærsti klúbbur umdæmisins með
um 120 félaga.
Segja má að klúbburinn sé fræið sem bar ríkulegan ávöxt. Frá Rótarýklúbbi Reykjavíkur hefur vaxið öflug fjöldahreyfing með rúmlega 1200 félögum. Hreyfing sem stöðugt vex af afli og hefur alla tíð unnið samkvæmt hugsjón þeirra er mörkuður brautina “þjónusta ofar eigin hag”. Klúbburinn minntist þessara tímamóta með hátíðarhádegisverði á hefðbundnum fundartíma þann 16. september síðast liðinn.