Fréttir frá umdæmisstjóra
Nýr umdæmisstjóri tekur við

Þann 1. júlí nk. tekur Margrét Friðriksdóttir, Rkl. Borgum, Kópavogi, við sem umdæmisstjóri umdæmis 1360. Ég veit af kynnum mínum af Margréti og eiginmanni hennar, Eyvindi Albertssyni, að umdæmið er vel sett í höndum þeirra hjóna. Þau eru sannir Rótarýfélagar og hafa skilning á því fyrir hvað frjálst og óháð félagastarf stendur. Ég óska Margréti velfarnaðar á nýju umdæmisári og hlakka til samstarfsins undir dyggri forystu hennar í umdæmisráði.