Fréttir frá umdæmisstjóra
Heimasíðan
Eins og áður hefur komið fram hefur verið lögð mikil áhersla á að klúbbarnir nýti heimasíðuna til að færa inn mætingar félaga og einnig mætingar gesta. Það er mjög ánægjulegt að geta sagt það að á þessari stundu nýta nær allir klúbbar umdæmisins heimasíðuna á þennan hátt. Mjög margir klúbbanna nýta sér það einnig að skrá fundargerðir á heimasíðuna. Við stefnum að því að allir klúbbarnir geri það. Með því varðveitist sagan á öruggan hátt.
Fundarboðunarkerfið nýtist einnig mjög vel. Almenn ánægja er með það. Mikil orka hefur farið í að virkja klúbbana til að nýta heimasíðuna á fyrrnefndan hátt. Þegar þessir þættir verða komnir í lag og farnir að virka án eftirfylgni, munum við snúa okkur að því að gera síðuna betur lifandi hvað fréttir og tilkynningar varðar.