Fréttir frá umdæmisstjóra
GSE starfshópaskipti - hópurinn fullmannaður
Í síðasta mánaðarbréfi ræddi ég nokkuð starfshópaskiptin. Á þeim tímapunkti var ekki búið að fylla hópinn. Nú er hópurinn orðinn fullskipaður fjórum mjög vel hæfum einstaklingum, sem ég er fullviss um að verði umdæminu og landinu til mikils sóma. Sigríður Kristín Ingvarsdóttir, Rkl Reykjavík Breiðholt, verður fararstjóri hópsins.
Sigríður hefur reynslu af ferð sem þessari, því hún var í hópnum sem fór á vegum umdæmisins til Bandaríkjanna og Kanada 2006. Það er nokkuð ljóst að það sem stendur starfshópaskiptaferðunum fyrst og fremst fyrir þrifum er lengd ferðanna, þ.e. fjórar vikur. Nú verður unnið að því að fá heimild til þess að ferðin verði þrjár vikur. Ég hef trú á því að ef það fengist samþykkt myndu allar forsendur breytast.